Ekki Gummi Tóta?

Flestir reiknuðu með að Guðmundur Þórarinsson yrði annar þeirra sem væri valinn í stað Arons og Eiðs, en vegir landsliðsþjálfaranna eru órannsakanlegir.

Ólafur Skúlason hefur reyndar verið lengi í hópnum, og hefur verið að spila mikið í Belgíu í vetur, þannig að valið á honum ætti svo sem ekki að koma mikið á óvart. En Rúnar Már, en ekki Guðmundur, vekur athygli.

Rúnar hefur í raun afar takmarkaða reynslu af að leika á efsta stiginu. Hann spilaði ekki mikið í b-deildinni sænsku í fyrra til að byrja með og hefur aldrei spilað í efstu deildum nema hér heima (misheppnuð vera í Belgíu er dæmi um það). Guðmundur var hins vegar burðarásinn í liði sínu í Noregi á síðasta tímabili og spilar reglulega í sterkri danskri úrvalsdeild nú eftir áramótin.

Reyndar virðist styrkleiki deilda ekki skipta landsliðsþjálfarana miklu máli. Jón Daði t.d. var skipt inná í landsleiknum í gær á undan Alfreð þrátt fyrir að sá síðarnefndi sé að spila í bestu deild í heimi. Gæðamunurinn á þeim sást strax þegar Alfreð kom loks inná og var þegar mjög ógnandi. 

Þá var Birkir Bjarna sem spilar með frekar slöku liði, í b-deildinni ítölsku, í byrjunarliðinu en ekki Emil Hallfreðsson sem er að spila vel í ítölsku úrvalsdeildinni.

Emil á reyndar að spila á miðjunni eins og sást þegar hann leysti Aron Einar af. Með þeirri innáskiptingu létti pressunni á íslenska liðinu enda passar Emil mun betur sitt svæði en Aron gerir.


mbl.is Rúnar Már og Ólafur Ingi í landsliðshópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 198
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband