27.4.2015 | 17:10
Seinheppnir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
Kannski er einfaldast að segja að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafi verið seinheppinn í vali á ráðherrum flokksins í núverandi ríkisstjórn. Fyrst var það Hann Birna, sem þurfti að segja af sér vegna óheppilegra vinnubragða við hælisumsókn flóttamanns. Og svo núna þegar í ljós er komið að gjaldþrota maður var gerður að ráðherra, þ.e. Illugi Gunnarsson.
Þá virðist tilhneiging til þess að segja ekki satt og rétt frá vera vandamál hjá ráðherrum flokksins.
Fullyrt er á einum vefmiðlanna í dag að Illugi hafi ekki farið með rétt mál þegar hann sagðist hafa hitt fulltrúa Orku Engery fyrir tilviljun í opinberri ferð sinni til Kína. Hið rétta er, segir vefmiðillinn, að fimm fulltrúar félagsins voru í hinni opinberu sendinefnd og að þeir hafi notið sama rausnarskapar gestgjafanna og aðrir í sendinefndinni:
http://www.hringbraut.is/frettir/orka-energy-skrad-i-kinaferd-illuga#.VT4lXbYS0K5.facebook
Ef rétt er þá er Illugi ekki aðeins uppvís að dómgreindarleysi og að hylma yfir fjárhagsleg tengsl við fyrirtækið heldur einnig að ósannindum. Það hlýtur að kalla á uppsögn þessa ráðherra einnig - ef satt er.
Leigan 230 þúsund á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.