3.6.2015 | 01:08
Lélegur brandari eða?
Þetta er nú einhver ótrúlegasti farsi sem leikið hefur verið fyrir landsmenn í fréttum undanfarinn fjórðung úr sólarhring eða svo.
Hvað ætli margir sérsveitar- og lögreglumenn hafi tekið þátt í þessari aðgerð? Og kostnaðurinn? Svo ekki sé talað um óþægindin fyrir íbúana.
Svo reyndist enginn vera í íbúðinni (og líklega enginn skotið úr henni eða í henni í háa herrans tíð!)!
Hvernig hefði nú verið að komast fyrst að því hver eigandinn væri og hringja svo í hann (t.d. til að tala hann til)?
Þessi vinnubrögð eru þó ekki kómíst heldur einfaldlega til háborinnar skammar. Lögregluyfirvöld hafa greinilega ekkert lært af drápinu á geðbilaða manninum í Hraunbænum fyrir einu og hálfu ári síðan. Í stað þess að ná tali af viðkomandi er byssunum ætlað að tala.
Hervæðing löggunar er eflaust helsta ástæða þessa. Fyrst byssurnar eru til þarf að nota þær. Fyrirmyndin að þessari hervæðingu er þó meira að segja farin að sæta gagnrýni í föðurlandinu, Bandaríkjunum, þar sem löggan drepur að meðaltali tvær manneskjur á dag (flesta dökka á hörund). Blessuð friðardúfan hann Obama er farinn að setja spurningarmerki við byssugleði löggunnar þar í landi og vill nú draga úr henni.
Spurningin er hvort ekki sé full þörf á að afvopna sérsveitina "okkar" og taka upp gömlu aðferðina í staðinn: Að tala við viðkomandi (ef einhver er!) og reyna að sansa hann til?
Mikill viðbúnaður en íbúðin tóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 10
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 289
- Frá upphafi: 459922
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 254
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.