13.8.2015 | 18:50
Skagfirska efnahagssvæðið að væla?
Stjórnarandstaðan fór mikinn fyrir ekki svo margt löngu - með kratamiðilinn stundin.is og Birgittu Jónsdóttur í broddi fylkingar - og töldu að ríkisstjórnin væri að fara út úr ESB-viðræðunum vegna hagsmuna útflutningsfyrirtæka í fiskiðnaði og jafnvel kjötiðnaðinum, eins og Kaupfélags Skagfirðinga, varðandi viðskipti til Rússa. Var í því sambandi talað um skagfirska efnahagssvæðið sem væri að ná yfirráðum á landinu öllu með setu Gunnar Braga Sveinssonar í stóli utanríkisráðherra.
Sjá t.d http://stundin.is/frett/skagfirsku-ahrifin-vidraeduslitin-vid-esb/
Síðan hefur verið frekar hljótt um þessa samsæriskenningu, enda hefur Gunnar Bragi gert allt til að afsanna hana - var t.d. meðal fyrstu vestrænna stjórnmálamanna til að fara til Kiev og lýsa blessun sinni - og íslensku þjóðarinnar - yfir valdaráninu í Úkraínu.
Eftir stendur þó sú bakviðliggjandi hugsun að það sé ekkert mál þó svo að markaðir tapist í Rússlandi. Það lendi bara á vondu útgerðarmönnunum en ekki á almenningi eða íslenska hagkerfinu. Það sýnir auðvitað barnaskap kratanna sem halda að verkafólk komist betur af á bótum en með því að hafa atvinnu - þegar og ef við komumst inn í dýrðina hjá ESB.
Sem betur fer er þessi hugsun á undanhaldi eins og skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna sýna og fylgishrun ESB-flokkana.
Nú hefur hins vegar Píratinn Birgitta Hauksdóttir stigið fram og stutt "refsi"aðgerðir ESB og NATÓ gegn Rússum sem sýnir að hún er ekki hótinni betri en kratar og Björt framtíð.
Vonandi fer almenningur að átta sig á því og að það komi fram í næstu könnunum.
Sendingum til Rússlands snúið við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 100
- Sl. viku: 355
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 314
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.