15.8.2015 | 10:38
Athyglisvert!
Hlaupagikkurinn breski, Sebastian Coe, margfaldur Ólympíu-, heims- og evrópumeistari í millivegalengdum komst í fréttirnar um daginn á frekar óheppilegan hátt.
Þá tók hann stórt upp í sig vegna umfjöllunar fjölmiðja um víðtækt lyfjamisferli frjálsíþróttamanna á fyrsta áratug þessarar aldar. Hann fordæmdi fréttaflutninginn og talaði um stríðyfirlýsingu á hendur frjálsum íþróttum.
Þessi viðbrögð voru vægast sagt furðuleg vegna þess að vitað var að ýmislegt kæmi í ljós þegar könnuð yrðu gömul sýni úr frjálsíþróttafólki með nýrri tækni - þ.e. tækni sem var ekki fyrir hendi þegar sýnin voru tekin.
Viðbrögð Coes gætu bent til þess að hann, og/eða vinir hans, hefðu dópað sig hér áður fyrr og viðbrögðin þannig tilraun til að breiða yfir það.
Merkilegt að þessi maður sé í framboði til formanns samtakanna og að smáþjóðir lýsi yfir stuðning við framboð hans.
Pólitísk ólga innan Frjálsíþróttasambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 460032
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.