Að kasta steinum úr glerhúsi!

Ég held það séu fáir búnir að gleyma ferð utanríkisráðherrans "okkar" til Kiev í fyrra þegar hann lagði blómsveig til minningar um þá sem létust á "sjálfstæðistorginu" í borginni - og féll þá í sömu gryfju og fleiri að ásaka fyrrverandi stjórnvöld í Úkraínu um að hafa staðið fyrir morðunum.

Síðan kom auðvitað í ljós að það voru þjóðernissinnar sem skutu á friðsama mótmælendur og höfðu þar góða fyrirmynd, nasista Þýskalands fyrir seinna stríð sem komust til valda með því að kveikja í þinghúsinu í Berlín en kenna kommúnistum um.

Ferð utanríkisráðherrans okkar og sjónarspilið með blómsveignum var "greini­lega hugsað til þess að afla sér vin­sælda, illa und­ir­búið og af­leiðing­arn­ar al­ger­lega van­metn­ar", eins og hann sjálfur segir nú um aðra aðgerð sér ótengda!

Ætli maðurinn hafi hugsað út í það hvað viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum myndi hafa í för með sér fyrir íslenska þjóðarbúið þegar hann álpaðist í þessa ferð - og svo þegar hann studdi heilshugar refsiaðgerðirnar gegn Rússum, ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar?

Já, menn ættu vara sig á að kasta steinum úr glerhúsi.


mbl.is Flumbrugangur hjá borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband