18.9.2015 | 22:07
Að kasta steinum úr glerhúsi!
Ég held það séu fáir búnir að gleyma ferð utanríkisráðherrans "okkar" til Kiev í fyrra þegar hann lagði blómsveig til minningar um þá sem létust á "sjálfstæðistorginu" í borginni - og féll þá í sömu gryfju og fleiri að ásaka fyrrverandi stjórnvöld í Úkraínu um að hafa staðið fyrir morðunum.
Síðan kom auðvitað í ljós að það voru þjóðernissinnar sem skutu á friðsama mótmælendur og höfðu þar góða fyrirmynd, nasista Þýskalands fyrir seinna stríð sem komust til valda með því að kveikja í þinghúsinu í Berlín en kenna kommúnistum um.
Ferð utanríkisráðherrans okkar og sjónarspilið með blómsveignum var "greinilega hugsað til þess að afla sér vinsælda, illa undirbúið og afleiðingarnar algerlega vanmetnar", eins og hann sjálfur segir nú um aðra aðgerð sér ótengda!
Ætli maðurinn hafi hugsað út í það hvað viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum myndi hafa í för með sér fyrir íslenska þjóðarbúið þegar hann álpaðist í þessa ferð - og svo þegar hann studdi heilshugar refsiaðgerðirnar gegn Rússum, ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar?
Já, menn ættu vara sig á að kasta steinum úr glerhúsi.
Flumbrugangur hjá borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 93
- Sl. viku: 253
- Frá upphafi: 459174
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 231
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.