Framganga borgarstjóra furðuleg

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsti borgarstjóri því yfir, eins og illkvittinn krakki, að friðun ráðherrans hafi komið einum degi of seint og því yrði byrjað að rífa hafnargarðinn núna á mánudaginn! 

Mikið leggur Dagur B. á sig til að koma þessum fallega hlaðna hafnargarði fyrir kattarnef og gerist þar (óumbeðinn?) málpípa verktakanna sem þarna ætla að byggja enn eitt háhýsið í miðbænum.

Að auki kemur fram í tilkynningu Minjastofnunar að borgin sé aðeins einn aðili af mörgum sem eiga hér hagsmuni að gæta. Því vekur framganga borgarstjórans í þessu máli enn meiri furðu.

Þá hafa stuðningsmenn meirihlutans farið mikinn í bloggheimum og spyrja t.d. hvor sé yngri, ráðherrann eða hafnargarðurinn (sem er frá 1928).

Mig langar að spyrja á móti. Er nauðsynlegt - og sjálfsagt - að eyðileggja allar minjar um sögu Reykjavíkur ef þær eru yngri en svo að þær séu ekki sjálfkrafa friðaðar með lögum? 

Gengur nytja- og gróðahyggjan fyrir öllu öðru? 


mbl.is Ákvörðun um friðlýsingu ekki of sein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband