6.11.2015 | 11:51
Vont-gott!
Fotbolti.net stakk upp á 10 nýjum leikmönnum. Af þeim eru fimm valdir. Þá sem vantar eru Arnór Smára, Guðmundur Þórarins, Hjörtur Logi, Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson.
Athygli vekur hverjir af fastamönnunum eru valdir og hverjir ekki. Sóknartríóið er allt valið aftur, þó svo að Jón Daði hafi ekkert verið að sýna undanfarið, hvorki í landsliðinu né með félagsliðinu. Gaman hefði verið að sjá Matthías þarna í stað Jóns.
Hvað miðjumennina varðar er gaman að sjá nýkrýndan Svíþjóðarmeistara valinn í fyrsta sinn, Arnór Ingva. Fastamennirnir Aron Einar, Birkir B. og Gylfi eru valdir en ekki Emil (gefa gömlu mönnunum frí?). Skrítið að sjá Elías þarna inni en hann hefur lítið fengið að spila með Vålerenga. Arnór Smára hefði verið forvitnilegur í staðinn.
Vörnin er svipuð og verið hefur nema að Hallgrímur Jónasson var ekki valinn. Hefði ekki verið forvitnilegt að sjá hann byrja inná svona til tilbreytingar frá bekkjarsetunni? Kári er einn af gömlu mönnunum og eflaust þreyttur eftir tapleikina undanfarið með Malmö. Hann hefði vel getað fengið frí núna.
Þá er Hjörtur Hermannsson algjörlega óskrifað blað og skrítið að sjá hann þarna. Eðlilegra hefði verið að kíkja á Jón Guðna í hans stað eða Eið Sigurbjörns en sá síðarnefndi er í liði sem var á mikilli siglingu undir lok tímabilsins í Svíþjóð.
Einnig hefði vel mátt gefa Ara Frey frí en hann hefur verið að leika afleitlega undanfarið, bæði með landsliðinu og með OB. Hjörtur Logi hefði verið spennandi kostur í hans stað.
Þá hefði einnig verið forvitnilegt að sjá Harald Björnsson sem einn markmannanna en gefa hinum unga, og bráðefnilega, Fredrik Schram aðeins lengra frí.
Menn hafa sprungið út á styttri tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 244
- Frá upphafi: 459312
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 214
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.