13.11.2015 | 20:52
Stórgóður leikur?
Haukur Harðar er stórkostlegur í að lýsa kappleikjum og ekki er hann síðri í íþróttafréttatímanum! Lýsingarorðin eru hófstemmd og yfirveguð - og ekkert um upphrópanir!
En stundum skýtur hann yfir markið eins og þegar hann er að lýsa leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Amk kannast maður ekki við það sem hann fullyrðir. Íslenska liðið vr sagt eiga stórgóðan fyrri hálfleik þegar liðið lá í vörn mestallan tímann. Sérstaklega áttu Pólverjar auðvelt með að komast upp völlinn hægra megin, enda Ari Freyr vinstri bakvörður íslenska liðsins sjaldan í sinni stöðu.
Eðlilegt hefði verið að taka hann útaf í hléinu og leyfa Herði Björgvin að spreyta sig. Þá sást lítið til Jóns Daða, sem er enginn vinur boltans frekar en venjulega, en líklega vantar framherja í leikmannahópinn.
Slakur leikur hjá íslenska liðinu sem var heppið að vera 1-0 yfir.
Ekki varð það betra í seinni hálfleiknum þrátt fyrir orð þularins eins og "stórhættulegur" (þegar Ísland var í sókn), "stórkostlegur" og "stórskemmtilegur" (leikur)! Og ekki má gleyma orðinu "frábær" sem er í miklu uppáhaldi hjá blessuðum manninum.
Ég man ekki alveg hvað Pólverjar skiptu mörgum mönnum inná, sex alls líklega, þ.e. stór hluti b-liðsins komið inná, en Íslendingar voru þar varla hálfdrættingar.
Ég skil einfaldlega ekki þessa dýrkun á Lars Lagerbäck. Mér finnst hann einfaldlega ragur þjálfari, þorir helst ekki að prófa sig áfram með leikmenn, og leyfir mönnum að spila allan leikinn (eða stóran hluta hans) þó svo að þeir eigi dapran dag. Stjórnun hans á liðinu er þannig mjög fyrirséð og aldrei breytt um taktík sama hvað á dynur.
Ari Freyr og Hólmar hefðu t.d. mátt fara útaf og leyfa ungu mönnunum að spreyta sig - og einnig Birkir Már. Ó, nei. Það má auðvitað ekki!
Fróðlegt að sjá hvernig liðsvalið verður í leiknum gegn Slóvakíu á mánudaginn.
Pólverjar sneru blaðinu við í Varsjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:56 | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.