30.11.2015 | 21:23
Stríðið vestræna þjóða gegn ISIS eitt stórt sjónarspil?
Það bendir allt til þess að hið svokallaða stríð gegn ISIS sé eintómt sjónarspil hjá Nató-ríkjunum.
Það hafa lengi verið að berast fréttir um að NATÓ-þjóðin Tyrkir styddu ISIS beint eða óbeint, þótt þeir létu annað. Undanfarið hefur síðan verið byrjað að viðurkenna í vestrænum fjölmiðlum að Tyrkir keyptu olíu af hinum svokölluðu hryðjuverkasamtökum ISIS.
Rússar eru með þessari yfirlýsingu aðeins að staðfesta það sem hefur verið á margra vitorði - og eflaust lengi meðal bandamanna Tyrkja - að Tyrkir væru óbeint að styrkja ISIS með því að kaupa af þeim olíu.
Það hlýtur því að vekja furðu að Bandaríkin og önnur Vesturlönd sem heyja þetta stríð gegn ISIS skuli ekki setja Tyrkjum stólinn fyrir dyrnar og skipa þeim að hætta þessum viðskiptum.
Nema því aðeins að þetta svokallaða stríð sé eitt stórt sjónarspil. Þá er það ekkert furðulegt heldur í hæsta máta skiljanlegt!
Pútín: Vélin skotin vegna olíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 85
- Sl. sólarhring: 86
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 458131
Annað
- Innlit í dag: 71
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 65
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.