15.3.2016 | 20:48
Arnór sagður besti maður Hammarby í leiknum
Þeir eru að gera það gott íslensku leikmennirnir ytra sem hafa verið fyrir utan landsliðið undanfarið - eða í jaðri þess. Björn Daníel þótti eiga stórleik með Viking í Noregi sem og hinn ungi Aron Sigurðarson með Tromsö. Einnig er hinn sívinnandi hlaupagikkur og tekníker, Theódór Elmar, að spila vel með AGF í dönsku úrvalsdeildinni
Nú hefur Arnór Smára bæst í hópinn og gerir val landsliðsþjálfarana ekki auðvelt. Arnór sem hefur undanfarin ár staðið fyrir utan landsliðið, þrátt fyrir að hafa staðið sig ágætlega ekki síst sem lánsmaður í rússnesku úrvalsdeildinni, lék sinn fyrsta landsleik í langan tíma gegn Bandaríkjamönnumn nú í janúar og stóð sig mjög vel.
Hann hlýtur að koma sterklega til greina í landsleikina sem eru framundan, maður með þessa miklu reynslu og leikskilning en hann getur leikið allar stöður frammi og á miðjunni.
Glæsimark Arnórs í bikarnum (myndskeið) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.