Líklegri en aðrir?

Heimir landsliðsþjálfari kom með undarlega „afsökun á visir.is fyrir að ekki hafa valið Eið Smára (og Rúnar Má Sigurjónsson, þ.e. að þeir hafi verið valdir í leikina í janúar og því vitað hvað þeir geta).
Sama megi segja um Sölva Geir, Hallgrím, Jón Guðna og Hólmar Eyjólfs sem ekki voru valdir nú: Það eru leikmenn sem við þekkjum en hinir fá tækifæri nú.“

Ef þessi rök stæðust ættu Ragnar Sig., Arnór Ingvi og Viðar Örn einnig að fá frí núna því þeir léku tvo leiki af þremur í janúar.

Þá má benda á að Hólmar Örn lék aðeins einn hálfleikinn í leikjunum í janúar og Hallgrímur Jónasson sömuleiðis. Einnig Hjörtur Logi.
Hallgrímur hefur verið valinn í lið vikunnar í Danmörku tvær umferðir í röð svo gaman hefði verið að sjá hann, ekki bara í hópnum, heldur einnig í byrjunarliðinu í a.m.k. öðrum leikjanna.

Þá er Arnór Smárason heitur þessa daganna og Björn Bergmann búinn að gefa kost á sér í landsliðið á ný, en hvorugir valdir nú. Þó er Björn að spila reglulega með mun betra liði í ensku b-deildinni en Jóhann Berg, sem er valinn í enn eitt skiptið þó svo að hann sé einn þeirra leikmanna sem þjálfararnir þekkja vel - og ætti því að fá frí núna ef Heimir væri samkvæmur sjálfum sér.

Þá er skrítið að velja fjóra markmenn í hópinn miðað við að aðeins fjórir sóknarmenn séu valdir. Nær hefði verið að hafa markmennina þrjá en sóknarmennina fimm.


mbl.is Þessir leikmenn líklegir í lokahópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 459305

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband