19.3.2016 | 10:08
Ekki?
Þegar Svíar tilkynntu landsliðshóp sinn fyrir EM á dögunum töluðu fjölmiðlar þar í landi að um að þetta væri því sem næst endanlegur hópur.
Sama hlýtur að eiga við um valið á íslenska liðinu. Að vera enn að hringla með liðið svona stuttu fyrir keppni væri að minnsta kosti nokkuð skrítið.
Samt vantar í liðið fjöldann allan af leikmönnum sem hafa verið viðloðandi liðið í undankeppninni, eins og kemur fram í þessari frétt. Sjö nöfn eru nefnd og má bæta við fleirum.
Kannski sýnir þetta mikið hringl með liðið undanfarið en þó hafa næstum sömu menn alltaf verið valdir í landsliðshópinn þegar leikið var í riðlakeppninni.
Nú eru skyndilega komnir inn menn sem hafa lítið sem ekkert verið að leika þar, menn eins og Hörður Björgvin, Sverrir Ingi og Hjörtur Hermanns.
Þá vakti það athygli mína að Lars Lagerbäck talaði um að það væri mikil samkeppni um 4-5 stöður í landsliðinu. Af því má ráða að 6-7 leikmenn séu öruggir með sínar stöður. Ef maður á að gíska, þá eru það einhverjir þessara (8 reyndar, innan sviga tveir sem einhver vafi er um): (Hannes Þór), Ragnar, Kári, (Ari Freyr), Aron Einar, Gylfi, Birkir og Kolbeinn.
Sænskir fjölmiðlar benda á að sjö leikmenn úr sænsku deildinni hafi verið valdir í íslenska landsliðshópinn. Þeir nefna einnig tíu bestu kaup sænsku liðanna fyrir leiktíðina. Þrír þeirra eru íslenskir og tveir af þeim voru ekki valdið í landsliðshópinn.
Það voru þeir Arnór Smára, sem var í öðru sæti yfir mest spennandi kaupin, og Jón Guðni sem var nr. 6. Viðar Örn er sá eini sem er í hópnum en hann var valinn þriðju bestu kaupin.
Arnór og Jón Guðni eru báðir mjög ólíklegir til að komast í lokahópinn því þeir hafa lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með landsliðinu - og ekkert í undankeppninni.
Mat manna er greinilega ólíkt.
![]() |
Þessi listi er ekki kveðjubréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 3
- Sl. sólarhring: 135
- Sl. viku: 217
- Frá upphafi: 462548
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.