Hvor segir satt?

Þetta mál er allt hið undarlegasta. Svo virðist sem Ólafur Ragnar hafi komið í veg fyrir vilja alls almennings um þingrof og nýjar kosningar sem Sigmundur Davíð mun hafa farið fram á við forsetann - eða kannski gerði hann það alls ekki?!

Og það virðist sem forsetinn hafa gert þetta á svig við allar venjur og reglur um hlutverk forsetans!
Samt er allur almenningur á bandi forsetans og fjölmiðlar tala um sneypuför forsætisráðherrans! Sneypuför eða ekki er ljóst að forsetinn er farinn að taka sér furðu mikil völd - og hefur að engu vilja þjóðarinnar.

Og Bjarni Ben fagnar að sjálfsögðu framgöngu forsetans en sendir hnútur um leið til forsætisráðherrans, samstarfsaðila flokksins sem Bjarni er formaður fyrir, fyrir að vilja þingrof.

Hann gleymir því að krafa þjóðarinnar er ekki aðeins sú að forsætisráðherrann fari frá heldur öll ríkisstjórnin - og ekki síst Bjarna Ben.


mbl.is Mótmælendum fjölgar við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband