6.4.2016 | 08:55
Í trausti nafnleyndar!
Það hlýtur að vera skylda fjölmiðla, Moggans þar á meðal, að upplýsa almenning um það hvaða "fjármálamenn" það voru sem störfuðu fyrir Landsbankann í Lúxemborg þegar umsvifin voru hvað mest í að koma peningum íslenskra auðmanna í skattaskjól svo þeir þyrftu ekki að skatt af þeim hér á landi (þótt fjármagnstekjuskattur sé mjög lágur hér!).
Stjórnvöld í nágrannalöndum okkar hafa fyrirskipað rannsókn á þeim bönkum þar í landi sem aðstoðuðu við að koma peningum í aflandsfélög, Nordeabankanum í Danmörku og Svíþjóð og DNB í Noregi.
Hér er ekki við neinu slíku að búast af þeirri ríkisstjórn sem nú situr (sem fastast) þar sem þeirra skjólstæðingar eiga hér stóran hlut að máli.
Spurningin er sem sé þessi: Hvaða bankamenn voru það sem aðstoðuðu við þessi undanskot frá skatti og hvar starfa þeir í dag?
Í íslensku bönkunum hér heima eða einhverju böknum í Lúx. og bíða aðeins eftir því að gjaldeyrishöftin verði leyst svo þeir geti tekið upp fyrri iðju?
Bjarni Ben vill sitja áfram í fjármálaráðuneytinu því brýn verkefni bíða. Ætli eitt það helsta sé ekki einmitt losun haftanna til að leikurinn geti byrjað á ný?
Og það nýjasta í dæminu er að formaður framkvæmdaráðs Pírata, Erna Ýr Öldudóttir, vill endilega að stjórnin sitji áfram, amk fram á næsta ár, þrátt fyrir að flokkur hennar myndi vinna yfirburðasigur í kosningum ef þær yrðu haldnar nú.
Hver ætli sé ástæðan? Sú staðreynd að hún er frjálshyggjumanneskja með fortíð úr Sjálfstæðisflokknum? já, það má greinilega ekki hrófla við auðmönnunum í okkar meðvirka samfélagi!
https://www.information.dk/udland/2016/04/piratpartiet-maalet-magt-skabe-forandringer?
Laðaði fjárfesta til Lúxemborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.