18.4.2016 | 16:55
Hvað gerir Guðni Th. nú - og allir hinir?
Þetta er nú nokkuð skondið. Fjölmargar mýs komnar á kreik þegar kötturinn var á braut - og nú síðast sú músin á leiðinni (eða ekki á leiðinni?) sem hvað verst var við köttinn, þ.e. snillingurinn og sagnfræðidoktorinn Guðni Th. Jóhannesson.
Gagnrýni hans - og fleiri fræðinga - á Ólaf fyrir þjóðernislegt tal og tilraun til að upphefja ímynd Íslands með sjálfshóli, ætti auðvitað að fá Guðna til að hætta við að íhuga íhugun á framboði til forsetaembættisins og láta slag standa.
Það yrði þá leikur músarinnar og kattarins - eða ættum við kannski að segja leikur enn einnar músarinnar við kattarskömmina, sem komin er til baka úr "fríinu"!
Nema auðvitað að mýsnar flýja af hólmi alla sem ein, líka þær sem voru á leiðinni á leikvöllinn, sem líklega væri ráðlegast fyrir þær.
Það er nefnilega hætt við að leikurinn verði fjári ójafn - leikur kattarins að músunum.
Ólafur aftur í forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.