Fyrirsjáanlegt en ...

... kemur á óvart að Sölvi Geir eru ekki einu sinni til taks sem aukamaður.
Hjörtur Hermanns, sem er algjörlega reynslulaus á alþjóðavettvangi, er valinn fram fyrir Sölva og reyndar einnig fram fyrir reyndari menn eins og Hólmar Örn og Hallgrím. Enn einn miðvörðurinn sem ætti að hafa komið til greina er Jón Guðni Fjóluson sem spilar alla leiki með efsta liði sænsku deildarinnar, Norrköping. 

Þá er nokkuð hæpið að vera ekki með vara-vinstri bakvörð en þeir eru aðeins tveir. Þeir eru einnig aðeins tveir hægra megin, og annar sem er dottinn út úr byrjunarliði sínu ytra (Haukur Heiðar í AIK), en það eru fleiri í hópnum sem geta leikið þá stöðu.

Þrír meiddir segir í fréttinni. Reyndar er óljóst hvort að Aron Einar sé meiddur eða bara svona lélegur að hann kemst ekki í lið hjá Cardiff.

Feiri leikmenn eru þarna sem eru að spila með slökum liðum eða spila lítið svo sem Jóhann Berg og Emil.
Um Jón Daða er þýðingarlaust að tala. Hann er alltaf valinn þrátt fyrir afspyrnulélega leiki. Uppáhaldið hans Lars.

Gaman hins vegar að sjá menn eins og Arnór Ingva og Rúnar Má í hópnum og einnig Theodór Elmar.

 


mbl.is EM-hópurinn tilbúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband