16.6.2016 | 20:56
Arfaslakur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu
Það er spurning hvað er að hjá íslenska liðinu í handbolta. Aðeins sjö mörk á 30 mínútum og þremur mörkum undir í hálfleik gegn slöku liði Portúgala.
Svo virðist sem þjálfarar liðsins, sá fyrri (Aron) og þessi (Geir), séu hræddir við stórstjörnuna í liðinu og þori ekki að taka hann útaf þegar illa gengur. Þrjú misheppnuðuð skot í röð og áður þrír tapaðir boltar - en samt spilar Aron Pálmarson áfram.
Þá er hann slakur í vörn en spilar hana allan tímann. Arnór Atla, sem er miklu betri varnarmaður, fékk að spila mikið í sókninni í fyrri hálfleik en var skipað að hlaupa beint útaf í stað þess að fá að spila vörnina.
Geir er alls ekki að standa sig í stjórnuninni á liðinu, ekki frekar en Aron Kristjáns á sínum tíma. Ásgeir fékk t.d. að spila stóran hluta hálfleiksins án þess að ógna nokkuð, á meða Rúnar Kárason, sem er miklu meira ógnandi, sat á bekknum.
Nei þetta lið - með þessari stjórnun - hefur ekkert að gera á HM. Það þarf að gera róttækar breytingar á því, kannski að velja Aron Pálma ekki einu sinni í liðið?
Ísland fer á HM í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 459937
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.