"Heift" í garð hjólreiðafólks?

Ekki hef ég nú orðið var við mikla heift í garð hjólreiðafólks hvort sem ég er akandi, hjólandi eða gangandi.

Hins vegar er áberandi hve hjólreiðafólk er gjarnt á að brjóta umferðareglurnar. Fara yfir gatnamót á rauðu ljósi, hjóla á móti umferð (þar sem er einstefna), hjóla á miðri einstefnugötu þó að bíll sé á eftir þeim og fara eftir eigin geðþótta hvort sem þeir eru á hjólastígum eða gangstéttum.

"Við erum svo frjáls og flott, hipp og kúl, að við megum haga okkur eins og okkur sýnist, amk gagnvart þessu pakki á bílunum"!

Annars er það nær undantekningalaust þannig að ökumenn taka tillit til hjólandi og gefa þeim oft réttinn þó þeir eigi hann sjálfir.

Hjólreiðamenn þurfa því fyrst og fremst að líta í eigin barm, draga úr hrokanum og fara eftir umferðareglunum.

Þá gengur allt saman vel - og gagnkvæm virðing ríkir!


mbl.is Heift í garð hjólreiðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 465245

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband