21.7.2016 | 10:12
Einhver smá misskilningur hjá Trump!
Það er gott að heyra að Kanninn ætli að draga úr hernaðarbrölti sínum í heiminum ef Trump kemst til valda. Það er einmitt það sem hernaðarsinnar allra landa óttast og hæðast því að Trump og hneykslast á honum eins og þeir mögulega geta - ekki síst hinir kratísku ESB-sinnar hér á landi - en hampa í staðinn hauknum Hillary hvað mest þeir mega.
En Trump virðist ekki vera vel að sér í utanríkispólitík síns eigin lands og/eða lætur blekkjast af lygavefnum heima fyrir, sbr. "Auk þess sagðist hann ekki myndu þrýsta á bandamenn Bandaríkjanna um að hætta að ofsækja pólitíska andstæðinga eða brjóta mannréttindi."
Hvenær hafa Bandaríkjamenn reynt að fá bandamenn sína til að hætta að brjóta mannréttindi eða ofsækja pólitíska andstæðinga? Ekki í Egyptalandi, ekki í Írak í dag, ekki í Líbýu í dag, ekki í Saudí-Arabíu og löndunum þar í kring og núna síðast, ekki í Tyrklandi.
Það er bara í löndum "ekki"-bandamanna Kanans sem hann skiftir sér af mannréttindamálum, svo sem í Sýrlandi og áður í Írak og Libýu.
Já, hræsni Kanans eru engin takmörk sett, ekki einu sinni hjá Trump!
Vill gjörbreyta utanríkisstefnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 238
- Frá upphafi: 459306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 209
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.