Einhver smá misskilningur hjá Trump!

Það er gott að heyra að Kanninn ætli að draga úr hernaðarbrölti sínum í heiminum ef Trump kemst til valda. Það er einmitt það sem hernaðarsinnar allra landa óttast og hæðast því að Trump og hneykslast á honum eins og þeir mögulega geta - ekki síst hinir kratísku ESB-sinnar hér á landi - en hampa í staðinn hauknum Hillary hvað mest þeir mega.

En Trump virðist ekki vera vel að sér í utanríkispólitík síns eigin lands og/eða lætur blekkjast af lygavefnum heima fyrir, sbr. "Auk þess sagðist hann ekki myndu þrýsta á banda­menn Banda­ríkj­anna um að hætta að ofsækja póli­tíska and­stæðinga eða brjóta mann­rétt­indi."

Hvenær hafa Bandaríkjamenn reynt að fá bandamenn sína til að hætta að brjóta mannréttindi eða ofsækja pólitíska andstæðinga? Ekki í Egyptalandi, ekki í Írak í dag, ekki í Líbýu í dag, ekki í Saudí-Arabíu og löndunum þar í kring og núna síðast, ekki í Tyrklandi.

Það er bara í löndum "ekki"-bandamanna Kanans sem hann skiftir sér af mannréttindamálum, svo sem í Sýrlandi og áður í Írak og Libýu.

Já, hræsni Kanans eru engin takmörk sett, ekki einu sinni hjá Trump!


mbl.is Vill gjörbreyta utanríkisstefnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 459306

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 209
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband