24.10.2016 | 20:42
Yfir 90 "njósnarar" á leikum!
Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að yfir 90 "njósnarar", margir frá stærstu félagsliðum í Evrópu, hafi verið á leik Gautaborgar og AIK í kvöld.
Að vísu komu þeir ekki aðallega til að sjá Elías spila heldur hinn 17 ára gamla framherja AIK, Alexander Isak, sem er eitthvað mesta efni sem komið hefur fram í Svíþjóð síðan Zlatan gamli var og hét.
Isak var ekki áberandi í leiknum en Elías var það svo sannarlega.
Það væri gaman að sjá hann í landsliðshópnum gegn Króötum en Elías var yfirburðamaður með 21 árs liði Íslands í leiknum örlagaríka gegn Úkraínu um daginn.
Og svo eru jú báðir framherjarnir okkar meiddir, þeir Kolbeinn og Alfreð ...
![]() |
Markið hjá Elíasi Má (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 462893
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.