31.10.2016 | 11:09
Heildsalastjórn í burðarliðnum?
Nú ættu innflutningaðilar að kætast. Helstu talsmenn óhefts innflutnings og afnám tolla koma saman með Sjálfstæðisflokknum. Þetta minnir á Viðreisnarstjórnina á 7. áratug síðustu aldar sem þjónaði heildsölunum á kostnað innlendrar framleiðslu og lagði heilu iðnaðarframleiðslugreinarnar í rúst.
Enda er nú svo komið að Samfylkingin er orðin að engu, og þar með hinn gamli krataflokkur sem var í Viðreisnarstjórninni með íhaldinu, og komnir tveir litlir hægrikrataflokkar í staðinn. Annar heitir hinu táknræna nafni Viðreisn og hinn er enn grímulausari í þjónkun sinni við kapitalið: Björt framtíð.
Annars er forvitnilegt að rifja upp nýleg ummæli Benedikts Jóhannessonar Zoëga um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er t.d. lýsing hans á fráfarandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks: "Langt er síðan á Íslandi hefur verið ríkisstjórn sem berst jafn kinnroðalaust fyrir sérhagsmunum eins og sú sem nú er við völd."
Og svo þetta: "loforð ríkisstjórnarflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið líklega vera stærstu svik íslenskra stjórnmálaflokka á síðari tímum."
Stór orð þetta. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar í samstarf við þessa tvo ESB flokka verður hann að gjörbreyta um kúrs og fara að opna fyrir hugsanlega ESB-aðild.
Er hann virkilega tilbúinn til þess?
Ræddi við Bjarta framtíð og Viðreisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 458205
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 149
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.