Gjörspillt dómskerfi?

Þessi úrskurður héraðsdóms hlýtur að vekja upp spurningar um dómskerfið í landinu. Það virðist borðleggjandi að þessi fyrrum sparisjóðsstjóri hafi gert sig sekan um vítaverða vanrækslu í starfi og hyglun vina og ættingja með lánveitingum til þeirra. Samt er þetta niðurstaðan!

Benda má á skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um sjóðinn (19. kaflann). Þar kemur m.a. fram að hagnaður Sparisjóðsins á árunum 1998–2007 var um 12,8 milljarðar króna á samræmdu verðlagi. Tap áranna 2008 og 2009 nam hins vegar 37 milljörðum króna á sama verðlagi. Á þessum tveimur árum tapaði sparisjóðurinn næstum þreföldum hagnaði síðustu 10 ára þar á undan. http://www.rna.is/sparisjodir/skyrsla-nefndarinnar/5-bindi/19-kafli/

Kröfuhafar sjóðsins fengu lítið sem ekkert upp í tugmilljarða kröfur sínar (36 milljarða). Kostnaður ríkisins, og þar með skattgreiðenda, vegna yfirtöku sjóðsins mun hafa numið hátt í 70 milljarða króna.

Svo aðeins fátt eitt sé nefnt um óráðsíuna og um vægast sagt hæpna meðferð á annarra fé, en þar hlýtur einnig stjórn sjóðsins að eiga stóra sök, má nefna eftirfarandi:

750 milljóna króna skuld sonar Geirmundar var afskrifuð.
Hvað Geirmund sjálfan varðar mun hann hafa fengið 54 milljónir króna í laun árið 2009, þrátt fyrir að hafa látið af störfum í byrjun júní það ár. Auk þess tók hann út séreignasparnað sem nam 70 milljónum króna.
Þannig fékk hann 124 milljónir á einu ári, árinu sem sjóðurinn var kominn í þrot.
http://www.vb.is/frettir/frettaskyring-spkef-mun-kosta-skattgreidendur-milljarda/61788/?q=SpKef%20sparisj%C3%B3%C3%B0ur

Af hverju er þetta allt saman ekki refsivert?


mbl.is Geirmundur sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 22
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 377
  • Frá upphafi: 459301

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 333
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband