16.11.2016 | 14:18
Er Guðni hlutdrægur?
Ætli forsetinn hafi sagt það sama við Bjarna, að hann yrði að hafa "hraðar hendur" við stjórnarmyndunarviðræðurnar eða sett honum nokkra daga tímamörk?
Benda má á að það tók Framsókn og Sjallana 26 daga að mynda nýja stjórn 2013 en Katrín á helst að vera búin að því á innan við viku!
Þá verður það fróðlegt að sjá hvort Guðni segir, eftir nokkra daga, það sama um stjórnarmyndunartilraun Katrínar og hann sagði um tilraun miðhægri flokkanna, þ.e. að hann hafi vissulega bundið nokkrar vonir við að miðvinstri umræðurnar skiluðu árangri.
Kannski hefur, og er, það Guðna forseta óljúft að fela formanni VG stjórnarmyndunarumboðið, því sá flokkur er eflaust í hans augum "óvinur ríkisins" rétt eins og fyrirrennarar hans voru, Sósíalistaflokkur alþýðu og Alþýðubandalagið, að mati safnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar.
![]() |
Þarf að hafa hraðar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 294
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 242
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.