Hvað með Mósul?

Þessar fréttir frá átökunum í Austurlöndum nær eru að verða sífellt áróðurskenndari - pro vestrænar - eins og verið sé að reyna að stofna til allsherjar ófriðar gegn Rússum. Sameinuðu þjóðirnar virðast í æ ríkara mæli vera notaðar í þessu áróðursstríði af vestrænum þjóðum.

Á meðan reynt er að gera sem mest úr hörmungarástandinu í Aleppo og Sýrlandi, fer minna fyrir fréttum um Mósul og stríðsástandinu í norður-Írak.

Þó heyrast hjáróma fréttir af því að ein og hálf milljón manna séu inniluktir í borginni og að vatnsskortur hrjái 650.000 borgarbúa. Vatnsleiðsla, sem sér 40% borgarbúa fyrir vatni, hafi verið eyðilögð í bardögum.

http://www.ruv.is/frett/650000-manns-an-vatns-i-mosul

Ekkert heyrist hins vegar frá Sameinuðu þjóðunum um að þetta gæti flokkast undir stríðsglæpi, enda bærust þá böndin að loftárásum Bandaríkjamanna, Dana og fleiri á borgina. Því varla færu uppreisnarmenn (sem kallaðir eru hryðjuverkamenn í vestrænu pressunni) að sprengja upp sitt eigið vatnsforðabú.


mbl.is „Á leið til helvítis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 297
  • Frá upphafi: 461713

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband