29.1.2017 | 13:41
Allt má nú nafn gefa til að réttlæta illvirki
Það hlýtur að vera kominn tími til fyrir fjölmiðla að hætta að nota hugtök eins og hryðjuverkamenn yfir samtök sem Bandaríkjamönnum og vinum þeirra er í nöp við (og telja að standi gegn hagsmunum sínum).
Sérstaklega nú þegar ruglaður fasisti er orðinn forseti í þessu öflugasta herveldi heims.
Hvað Jemen varðar þá eru þessir svokölluðu al-Daeda menn einfaldlega ákveðnir ættflokkar í landinu sem voru í baráttu við fyrri yfirvöld í Jemen sem Bandaríkjamenn studdu.
Þau hafa hröklast frá en ennþá er verið að ráðast á þessa ættflokka undir því yfirskyni að þeir séu hryðjuverkamenn.
Fyrstu dagar Trumps í embætti eru þannig að allt bendir til að hann verði enn verri en svartsýnustu menn óttuðust. Fréttir sem á einhvern hátt styðja aðgerðir hans, "við munum útrýma óvinum okkar", hljóta að teljast vera stuðningur við framferði hans.
Varla vill Morgunblaðið fá þann stimpil á sig þó svo að fréttastofa útvarps virðist ekki hafa neitt við slíkt að athuga.
Sérsveitarmenn réðust á liðsmenn al-Qaeda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 238
- Frá upphafi: 459931
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 210
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.