3.2.2017 | 14:49
Hin náttúruvæna orka
Þetta hörmulega slys á Reykjanesi sýnir hversu hættuleg brennisteinsgufan frá háhitavirkjunum eru.
Því skýtur það skökku við að heyra áróðurinn frá þessum fyrirtækjum svo sem Orkuveitu Reykjavíkur sem kallar sig iðulega hinu umhverfisvæna nafni Orka náttúrunnar (ON).
Nú síðast gerði HS Orka mikið með stórkostlegan "árangur" við boranir á Reykjanesinu, einmitt á sama svæði og dauða-mengunar-slysið varð í nótt. Forstjóri fyrirtækisins fullyrti að nú væri hægt að vinna umtalsvert meiri orku á "umhverfisvænni" hátt.
Sama sagði starfsmaður Orkustofnunar Reykjavíkur, þ.e. með þessum "árangri" væri hægt að minnka umhverfisfótspor háhitaorkufyrirtækjanna.
Þetta um umhverfisvæna orku úr háhitasvæðunum fer að hljóma eins og að kol og ólía sé einnig umhverfisvæn, því þessi kolefniseldsneyti eru einnig unnin úr náttúrunni rétt eins og hin stórhættulega brennisteinsgufa frá OR og HS Orku!
Gas fannst í neysluvatnskerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 458045
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.