3.3.2017 | 19:35
Staðfestir orð Helga Seljan
Ég fær ekki betur séð en að þetta viðtal við framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins staðfesti orð Helga Selja um að nær allur hluti söfnunar félagsins í Mottumarsi fari í auglýsingarkostnað.
Það heitir bara aðeins fínna nafni hjá honum, eða "fræðsla" og "vitundarvakning". Þá vill framkvæmdastjórinn ekki kalla þetta fjársöfnun og ætti almenningur að hafa það í huga áður en hann heitir á einhvern í mottu-marsinum og gefur þannig penging í eitthvað sem ekki er gjársöfnun í raun.
Annars er pottur eflaust víðar brotinn en í þessu tilviki. Félagið Kraftur (átaksstuðningur við ungt fólk með krabbamein) virðist heldur ekki gefa upp hvernig farið sé með söfnunarféð.
Það virðist sem eftirlit skorti með þessum söfnunum og að reglur um að hafa opin og gegnsætt bókhald sé ekki nægilega skýrar eða fylgt eftir.
Hér áður fyrr var talað um að kostnaður vegna slíkrar söfnunar mætti ekki fara yfir 10%.
Ekki veit ég við hvað er miðað nú eða hvort eitthvert slíkt viðmið sé yfirleitt til - hvað þá eftirlit með að farið sé eftir því.
Upplýsingar Helga Seljan bendir til að svo sé ekki.
Fókus á fræðslu og vitundarvakningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 22
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 377
- Frá upphafi: 459301
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 333
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.