Sameinuðu þjóðirnar og hlutdrægnin

Þessi skýrsla er greinilega hlutdræg, þ.e. pro-vestræn, eins og flestar skýrslur sem koma frá SÞ.

Fyrir það fyrsta er mjög ólíklegt að sýrlensk stjórnvöld hafi kastað sprengjum á vatnsból höfuðborgarinnar því þau hafa haft hana á valdi sínu nú í langan tíma - og fara varla að eyðileggja vatnsbirgðir íbúanna, sem styðja stjórnvöld.

Í öðru lagi þá hafa vatnsbirgðir heils lands og einnar borgar að auki verið eyðilagðar án þess að Sameinuðu þjóðirnar hafi nokkuð tjá sig um það, hvað þá kallað slíkt stríðsglæpi.

Enda veldur hver á heldur. Það voru nefnilega "bandamenn" sem sprengdu upp hina frægu vatnsleiðslu sem kennd er við Gaddafi og hafði breytt Líbýu úr eyðimörk í blómlegar sveitir. Enn mun ekki hafa tekist að gera við vatnsleiðsluna enda algjör riglureið ríkt í landinu síðan vestrænum þjóðum tókst að "frelsa" landið úr klóm hins vonda manns.

Sömu sögu er að segja af Mosul. Þar sprengdi Íraksher upp vatnsleiðslur borgarinnar með dyggri aðstoð vestrænna þjóða, og með það að yfirlýstu markmiði að þvinga varnarlið borgarinnar til að gefast upp og/eða borgarana til að gera uppreisn.

Í hvorugt skiptið heyrðist í SÞ - og enn heyrist ekkert í þeim.
Já, það er ekki sama hver veldur, eða á hvern skuli koma sökinni.

 


mbl.is Stjórnvöld sek um stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband