Ungir í stað reyndra

Valið á landsliðinu er nokkuð fyrirsjánlegt en þó skrítið eins og venjulega.

Nú er kannski undarlegast að Rúnar Már Sigurjónsson sé ekki með en hann leikur alla leiki með liði sínu Grashopper í Sviss. Í stað hans er Ólafur Ingi Skúlason valinn sem yfirleitt er á bekknum hjá liði sínu í Tyrklandi.

Þá er Ingvar Jónsson valinn sem þriðji markmaðurinn en ekki Rúnar Alex Rúnarsson sem hefur spilað alla leiki með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.

Svo er það vörnin. Þar er ekki Hjörtur Hermannsson þó hann sé fastamaður í vörn Bröndby sem er öruggt í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þá er Viðar Ari valinn í stað Hauks Heiðars Haukssonar í AIK í Stokkhólmi sem þó hefur verið valinn í liðið undanfarið.

Framlínan og kanturinn eru kannski mesta spurningarmerkið en þar eru svo sannarlega hinir ungu og óreyndu valdir í stað þeirra eldri og reyndari. Aron Sigurðar í stað Arnórs Smárasonar og Óttar Magnús í stað Matthíasar Vilhjálmssonar.

Það á ekki af Matthíasi að ganga!


mbl.is Kári, Arnór og Rúrik í hópnum - Óttar og Viðar valdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband