30.3.2017 | 17:58
Hótanir?
Það er alltaf gaman að heyra umhyggju þeirra stóru fyrir hag smærri fyrirtækja.
Eitthvað er það nú samt holur rómur ekki síst hjá eiganda fyrirtækis sem árið 2014 velti 3,7 milljörðum fyrir aðgangseyri í "sundlaug" þess án þess að greiða eyri í virðisaukaskatt.
Síðan í ársbyrjun 2016 hefur fyrirtækið reyndar greitt VSK en aðeins 11% af veltunni, þ.e. í rúmt ár.
Og um leið og ætlunin er að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna til jafns við aðra starfsemi þá er farið að væla og meira að segja komið með hótanir.
Það er svo auðvitað spurning hvað ætlunin sé að gera. Stórauka skattsvik t.d.?
Ég segi nú bara eins og stjórnarandstaðan á þingi. Almenningur er búinn að fá nóg af siðblindunni hjá íslenska einkaframtakinu. Það á ekki aðeins við fjármálageirann heldur einnig ferðaþjónustuna sem einkennist kannski meira en nokkur önnur hérlend starfsemi af skattsvikum, launagreiðslum undir taxta, mansali og þrælahaldi.
Maður eins og Grímur Sæmundsen ætti því að fara varlega með yfirlýsingar sem hægt er að túlka sem hótanir.
Taka skattahækkunum ekki þegjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.