3.4.2017 | 09:09
Borgin í lóðabraski við dæmdan fjárglæframann!
Þetta eru auðvitað athyglisverðar fréttir.
Í stað félagslegrar uppbyggingar á hinum svokallaða Gelgjutanga, öðru nafni Vogabyggð, stendur Reykjavíkurborg í lóðabraski við fasteignafélag Ólafs Ólafssonar og spennir þannig upp lóðaverð - og þar með íbúðaverð - í borginni.
Í úthverfum borgarinnar er lóðaverð fjórum sinnum ódýrara en í þéttingarreitum utan miðbæjarins (50.000 kr. fm í stað yfir 200.000 kr.) sem spennir íbúðaverð upp sem því nemur.
Þetta er auðvitað ekkert annað en lóðabrask sem borgarstjórnarmeirihlutinn stundar, með borgarstjórann í fararbroddi. Þeir sem hagnast eru braskararnir, þar á meðal dæmdir "fjárfestar", en þeir sem líða eru íbúarnir.
Jafnaðarmennska borgarstjórnarmeirihlutans felst þannig í því að þeir ríku fái meira, þeir blönku minna!
Ég sem hélt að jafnaðarmennskan snerist um allt annað! Já, heimurinn er svo sannarlega orðinn öfugsnúinn.
Gagnrýna söluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.