Viðbrögðin ytra

Stjórnvöld í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Tyrklandi, Ísrael, Japan, Póllandi, Ástralíu og Sádi-Arabíu hafa lýst yfir stuðningi við árás Bandaríkjahers.

Danski utanríkisráðherrann styður árásirnar fullkomlega en norska ríkisstjórnin er varkár.
Sá danski fagnar meira aggressívri stefnu Trumpstjórnarinnar, kallar hana reyndar meira “globalistisk”! Hann seigst einnig vera tilbúinn til að taka aukinn þátt í aðgerðunum í Sýrlandi!

Sænski utanríkisráðherrann er hins vegar skeptískur og spyr hvort árásin sé ekki brot á alþjóðalögum. Annar stjórnmálamaður segir að nú sé vísirinn að auknu samstarfi Banda­ríkjamanna og Rússa úr sögunni. Þetta sé auðvitað þvert á loforð Trumps í kosninga­baráttunni um að bæta tengslin við Rússa.

Og kannski eru þetta fyrst og fremst viðbrögð við þeirri klemmu sem Trump og nánir samstarfsmenn hans margir hverjir eru í vegna tengsla þeirra við Rússa og Rússland.

Veik staða heima fyrir kallar oft á skyndiaðgerðir utanlands, og þá hernaðarlegar, til að snúa andstreyminu í meðbyr.
Svo er maðurinn auðvitað populisti af hæstu gráðu og hagar sem slíkur seglum sínum eftir vindi. Þannig menn eru auðvitað óútreiknanlegir og í raun óhæfir stjórnendur. Afleiðingin af þessari árás er sú að heimsfriðurinn er nú í mikilli hættu.


mbl.is Er sagan að endurtaka sig?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 242
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband