Hvort það sé gefið upp?

Það er auðvitað engin spurning að þetta er ekki gefið upp, enda hefur það komið fram áður. Um tvö þúsund gistirými eru boðin til leigu á Airbnb um þess­ar mund­ir en aðeins örfáir hafa sótt um leyfi til að reka slíka heimag­ist­ingu.
Þessi heimagisting er þannig óskráð og því ólögleg, auk þess sem þeir sem hana reka eru sekir um stórfelld skattsvik.

Og auðvitað er ekkert gert til að stemma stig við þessu. Einhver lög sett sem eiga að gera það - svo sem að skylda skráningu - en ekkert gert til að fylgja því eftir. Ekkert eftirlit og því engar refsingar fyrir þessi stórfelldu brot.
Þannig verður borgin og skatturinn af stórfelldum tekjum. Því er hægt að tala um algjört getuleysi stjórnvalda, eða kannski frekar viljaleysi, í þessum málum.

Þetta er sérstaklega neyðarlegt fyrir borgina og borgarstjórnarmeirihlutann, sem talað hefur fjálglega um að þétta byggðina og auka þannig íbúafjöldann í miðbænum.
Reyndin hefur hins vegar verið sú að íbúar miðbæjarins flýja hann í stórum stíl! Í staðinn eru íbúðirnar leigðar út svo að víða er önnur hver íbúð í útleigu til ferðamanna.
Já, linkindin gagnvart skattsvikum er með ólíkindum.

 


mbl.is Sveitarfélög verða af miklu fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband