"Heilbrigðisvottorð" Umhverfisstofnunar!

Umhverfisstofnun var rétt nýbúin að gefa út heilbrigðisvottorð um að "byrjunarerfiðleikar" kísilversins í Reykjanesbæ væri úr sögunni þegar ofn verksmiðjunnar bilaði enn einu sinni (ég hef ekki tölu á þessum bilunum en það hafa eflaust margir íbúar í nágrenni hennar). 

Það er engu líkara en talsmenn Umhverfisstofnunar séu einnig sérstakir talsmenn kísilversins, eins duglegir þeir nú eru til að afsaka þessar tíðu bilanir, frekar en umhverfisins og íbúanna eins og maður hefði nú haldið að væri verkefni stofnunarinnar.

Er ekki einfaldast að leggja Umhverfisstofnun niður og láta mengunarfyrirtækin sjálf sjá um að afsaka mengunina  - og hafa eftirlit með þeim, eins og þau reyndar gera nú þegar?

Þannig sparast miklir peningar skattgreiðanda - og allar þessar pínlegu afsakanir "eftirlits"stofnunarinnar verða úr sögunni.


mbl.is Yfir 200 kvartanir vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 458255

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband