20.9.2017 | 11:53
Forsetinn of fljótur á sér?
Þessi þingrofsumræða hefur verið nokkuð furðuleg. Fyrir helgi var sagt að Bjarni Benediktsson hafi farið á fund forsetans, lagt fram þingrófsbeiðni og lýst því yfir að stjórnin væri fallin - og boðað yrði til kosninga.
Þetta var nokkuð sérstaklegt því Bjarni hafði sjálfur boðað áður þingrof og nýjar kosningar þó svo að það væri í verkahring forsetans að gera það!
Ég fékk þá ekki betur séð en að forsetinn hafi komið að einu og öllu til móts við forsætisráðherrann og samþykkt bæði þingrof og nýjar kosningar (í byrjun nóvember)!
Síðan gerist það að Bjarni Ben. gengur aftur á fund forsetans, núna strax í byrjun þessarar viku með nýja þingrofs"beiðni" og stjórnarslit. Eini munurinn var sá að nú vildi hann kjósa viku fyrr!
Og enn gekk forsetinn að einu og öllum að "beiðni" (eða réttara sagt kröfu) forsætisráðherra.
Þetta verklag þeirra beggja hlýtur að vera gagnrýnisvert, sérstaklega forsetans, því í þessari frétt hér að ofan kemur fram að þreifingar hafi á sama tíma verið um myndun minnihlutastjórnar. Af hverju var ekki hægt að gefa þeim þreifingum aðeins lengri tíma?
Hér er því spurning um hlutdrægni forsetans en hlutleysi hans á að vera hafið yfir allan vafa! Minna má á að Guðni Th. gaf í fyrra Katrínu Jakobsdóttur langstystan tíma til að mynda ríkisstjórn, aðeins eina viku, og var hún sú eina sem fékk stjórnunarumboð í takmarkaðan tíma.
Ætli forsetanum sé eitthvað illa við Vinstri græn?
Reyndu að mynda minnihlutastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 459937
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.