22.12.2017 | 14:46
Úr stefnuskrá Vinstri grænna í Rvík fyrir kosningarnar 2014 - og efndirnar
Fyrst þetta göfuga markmið: "Stefnuskrá Vinstri grænna byggir fyrst og fremst á samfélagslega ábyrgri nálgun gagnvart innviðum og umgjörð samfélagsins. Stærstu viðfangsefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili verða að sporna gegn sívaxandi fátækt og ójöfnuði ...".
Svo nánar útfært svo sem þetta um húsnæðismál (spurning um efndirnar!): "Tryggjum fjölbreytta uppbyggingu íbúða, blandaða byggð og félagslega fjölbreytni. Stuðlum að stofnun húsnæðissamvinnufélaga og leigufélaga sem rekin eru á samfélagslegum grunni, mögulega með beinni aðkomu borgarinnar. Núverandi þarfagreining sýnir brýna þörf fyrir litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis í Reykjavík. ... Byggjum 2500 leigu- og búseturéttaríbúðir á kjörtímabilinu og vinnum raunhæfa áætlun um útrýmingu biðlista hjá þeim 550 sem teljast í brýnni þörf eftir félagslegu leiguhúsnæði á kjörtímabilinu."
Um ferðaþjónustuna (og efndirnar?): "Tökum vel á móti ferðamönnum og tryggjum nægt framboð sé af gistirýmum en dreifum þeim skynsamlega um borgina. Tryggja þarf blöndun íbúðabyggðar, verslana og þjónustu og ferðaþjónustu í miðborginni."
Og svo þetta um umhverfið og skiplagsmál (þar sem efndirnar hafa verið hvað minnstar?): "Nauðsynlegt er að leita leiða til að endurskoða skipulag þar sem gefnar hafa verið heimildir fyrir of miklu byggingarmagni, eða þar sem samþykkt hefur verið að láta menningarminjar víkja fyrir nýrri byggð."
Hvað þetta síðasta varðar hefur skipulagið alls ekki verið endurskoðað heldur byggingarmagnið aukið stórlega eins og greint er frá í þessari frétt! Og menningarminjarnir víkja sem aldrei fyrr fyrir nýrri byggð.
Þannig er Vg gengið í björg kapitalsins, verktakanna og lóðabraskarana og gerst sjálfir stórtækir í braskinu í samstarfinu við Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Pírata í borginni.
Og fyrst svo var komið var stutt skref að fara alla leið í landsmálunum ...
750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.