Ekki burðugur hópur gegn Argentínu!

Af þeim leikmönnum sem hafa verið valdir eru átta sem detta út þegar endanlegur hópur fyrir HM verður valinn. Nánast engar líkur eru á að einhver utan þessa hóps verði þar með nema þeir meiddu (Alfreð Finnboga og Gylfi). (Ekki Haukur Heiðar Hauksson, Elías Már Ómarsson eða Kristján Flóki Finnbogason sem þó hafa verið að standa sig mjög vel á undirbúningstímabilinu fyrir leiktíðirnar í Svíþjóð og Noregi)

Sem dæmi um stöðuna á hópnum þá hafa eftirtaldir leikmenn lítið verið að spila með liðum sínum: markmennirnir Ögmund­ur Krist­ins­son (ekkert!) og Ingvar Jóns­son (Ingvar reyndar búinn að vera meiddur). Af „varnarmönnum“: Birkir Már, Kári Árna, Samúel Kári og jafnvel Hjörtur Hermanns. Af miðjumönnum þeir Aron Einar, Birkir Bjarna, Emil Hallfreðs, Ólafur Ingi og Arnór Ingvi (Aron og Arnór verið meiddir). Af sóknarmönnunum er það auðvitað fyrst og fremst Kolbeinn sem hefur ekkert spilað en Jón Daði einnig ekki mikið og Albert Guðm. nær ekkert. Kjartan Henrý hefur einnig spilað frekar lítið.
Þannig er leikæfingin ekki upp á marga fiska hjá liðinu.

Einnig eru margir þeirra að leika í b-deildum. Þar er listinn langur: Frederik Schram, Hörður Björgvin, Aron Einar, Birkir Bjarna, Rúrik Gísla, Theódór Elmar (í Tyrklandi!) og Jón Daði. Reyndar má segja að Ólafur Ingi sé einnig að spila með b-deildarliði því lið hans (í Tyrklandi) er löngu fallið. Auk þess má jafnvel fullyrða að helsti markmaðurinn okkar, Hannes Þór, sé einnig að spila í b-deildarliði, svo illa er lið hans að standa sig í dönsku úrvalsdeildinni (og hann að fá slæma dóma).

Þetta boðar nú ekki gott. Að auki eru tveir bestu menn liðsins meiddir og verða því í lítilli leikæfingu þegar mótið byrjar – og það gegn engu smá liði: Argentínu.

Hætt er því við að það stefni í algjöra niðurlægingu í fyrsta leik – rétt eins og í leiknum gegn Frökkum á EM (4-0 í hálfleik!), eða jafnvel eitthvað enn verra. Frakkar höfðu jú engan Messi í liði sínu.


mbl.is Átta af þessum detta út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband