15.9.2018 | 17:36
Skúli Mogensen og Oz
Skúli Mog. hefur áður farið flatt í viðskiptum - og einmitt með auknu hlutabréfaútboði. Hver man ekki eftir tæknirisanum Oz og hruni þess upp úr aldamótunum? Talað var um að Skúli og þáverandi frú ættu átta milljarða í hreinni eign en stuttu seinna var fyrirtækið komið á hausinn og íslensku bankarnir töpuðu stórfé. Sama varð um MP-banka þar sem Skúli átti stærstan hlut.
Og enn er skollaleikurinn sýndur á fjölum fjölmiðlanna. Hlutafjárútboð gengur vel, að sögn, og vonast er til að íslensku bankarnir (og lífeyrissjóðirnir?) bíti á agnið. Samt virðist sem ekki takist að afla nema um helming þess sem ætlunin var!
Og svo eru það skuldirnar lagsmaður! Tveggja milljarða skuld við Isavia samkvæmt árshlutayfirliti þess fyrirtækis (þó að blaðafulltrúi WOW-Air neiti því auðvitað). Greinilega verið að reyna að fela skuldastöðuna.
Fróðlegt verður að sjá framhaldið. Fall ferðaþjónustufyrirtækis í mesta góðæri ferðaþjónustunnar hér á landi!? Eitthvað hlýtur þá að vera að hjá stjórnendunum - og Skúla karlinum sérstaklega - og það ekki í fyrsta sinn.
Til hvers ætli þetta hlutabréfaútboð sé annars? Til að borga einhverjum vildarvinum og/eða til að bjarga sér út út skellinum með einhverja aura?
Það hefur jú verið leikið áður í íslensku viðskiptalífi!
Hegðun Isavia illskiljanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 460032
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.