15.10.2018 | 19:39
Hvernig var hægt að tapa 6-0 fyrir þessu liði?
Tilþrifalitlum fyrri hálfleik lokið. Svissneska liðið hefur verið slakt, lítið skapandi og algjört miðjumoð hjá þeim.
Reyndar var íslenska liðið lítið skárri en þó hættulegra.
Svo er auðvitað stóra spurningin. Hvernig var hægt að tapa fyrir þessu svissneska liði - og það með sex mörkum (gegn engu!)?
Eftir slakan seinni hálfleik lengi framan af hjá íslenska landsliðinu, færðist heldur betur fjör í leikinn undir lokin!
Samt er það minnisstæðasta við þennan leik hve landsliðsþjálfaranum var kalt allan tímann, ekki síst undir lokin! Hann er greinilega of mikill spjátringur til að fara í dúnúlpuna hans Lars.
![]() |
Þriðja tapið í Þjóðadeildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.2.): 1
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 460310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 111
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.