Sjónarspil Skúla

Fréttirnar af Wow Air undanfarnar vikur hafa verið eitt sjónarspil, einn stór sýndarleikur. Skúli Mogensen hefur sett upp leikrit og fjölmiðlarnir verið fúsir leikendur, ekki síst Fréttablaðið og Stöð 2. Þeir fluttu leikþátt Skúla af mikilli innlifun: 

Flugfélagið metið á 44 milljarða. 90 milljarða tekjur á næsta ári. Stefnir í 22-33 milljarða hlutafjárútboð.
Þegar hafi safnast 5,4 milljarðar og stefnir í 7.7 milljarða í þetta sinn!

Þetta reyndist svo einn stór blekkingarleikur.
Við yfirtökuna var Wow-air metið á 2,1 milljarð! 

Samt leika fjölmiðlarnir - og bankarnir og stjórnvöld - enn sama leikinn. Gera sem minnst úr þessu spilaborgarhruni. Ekkert mál fyrir væntanlega farþega.
Það eru jú svo mörg flugfélög um hituna, um 30 slík sem fljúga hingað til lands! Reyndin er hins vegar sú að íslensku flugfélögin eru með um 80% af íslenska markaðinum.

Hér er greinilega verið að setja pressu á Samkeppniseftirlitið um að samþykkja yfirtökuna. Og kostnaðinum verður að venju velt yfir á almenning. 

Já, fyrirtækin ganga fyrir hjá fjölmiðlum, bönkum og pólitíkusum en almenningur blæðir.


mbl.is Uppstokkun á markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband