11.1.2019 | 18:44
Sex mörk í röð hjá Króötum í lokin!
Þetta tap var algjörlega ónauðsynlegt og verður að skrifast á Guðmund þjálfara. Í stöðunni 26-25 fyrir Ísland gerðu Króatar sex mörk í röð og breyttu stöðunni í 26-31.
Þá spilaði Guðmundur á 21 árs leikstjórnanda, nýliðanum Elvari Erni, sem gerði fjölda mistaka. Á meðan sat hinn leikreyndi leikmaður Ólafur Guðmundsson á bekknum í sókninni, "og því fór sem fór".
Í viðtali á eftir og í umfjöllun í "settinu" er greinilegt að Íslendingar eiga enn langt í land til að geta lært af mistökum sínum og því mikil hætta á að þau endurtaki sig.
Gagnrýnin hugsun virðist ekki eiga við landann enda hefur jákvæðni einkennt þjóðina síðustu 20 ár eða svo þó svo að lítil inneign sé fyrir henni (eitt Hrun t.d.).
Fjögurra marka tap eftir hetjulega baráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.