Loksins er Óli Guðmunds eitthvað notaður

Flott innkoma hjá honum enda með mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Svo er hann besti varnarmaðurinn sem við eigum. Af hverju fær hann ekki að spila miklu meira?

Svo halda allir "sérfræðingar" því fram að Aron sé langbestur. Samt hefur hann ekki skorað fleiri mörk en Óli sem aðeins spilaði seinni hluta hálfleiksins (og er að auki lélegur í vörn þvert á það sem er fullyrt).

Annars er þetta auðvitað mjög erfitt gegn Evrópumeisturunum. Spánverjar alltof fljótir fram og mun beittara lið en Króatar. Nú fer óþarfa og heimskulega tapið gegn Króötum að segja til sín.

Liðstjórnun Guðmundar er alveg ótrúleg. Ólafur Guðmundsson tekinn útaf eftir að hafa skorað 6. markið sitt. Svo var spilað með strákunum fyrir utan, Elvari Erni og Gísla Þorgeir (og Teiti Einari). Það er eins og Guðmundur vilji tapa leiknum. Sjö marka tap rétt eins og hjá Japan og Barein gegn sterku liðunum í riðlinum.

Margt jákvætt? Nei, stjórnun leiksins hjá þjálfaranum alveg hræðileg. Með svona stjórnun tapar liðið gegn Makedóníu og kemst ekki einu sinni í milliriðil.

Samt eru sérfræðingarnir jákvæðir. Gengur betur næst, þ.e. í næsta móti. Eru þeir vissir um það er það bara óskhyggja? Það er auðvitað þetta mót sem skiptir máli, ekkert annað.

Og frammistaðan er slök og það er sök landsliðsþjálfarans fyrst og fremst. Guðmundur er auðvitað algjör fáviti. Það er deginum ljósara. 
Danir höfðu vit á því að reka þennan gaur. Vonandi gerir HSÍ það sama eftir þetta mót.


mbl.is Sjö marka tap í Ólympíuhöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 459929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband