Er Ragnar bara ómerkilegur populisti?

Merkilegt að VR skuli leggja smáaurinn sinn, bara 4,2 milljarða!, í banka sem kallar sig Kviku í ljósi þess að þar er æðsti stjórnandinn gaur sem spilaði stórt hlutverk í aðdraganda Hrunsins, fyrrum framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi.
Gjaldþrot uppá litla 5,7 milljarða hefur engin áhrif á hinn réttsýna og baráttuglaða talsmann láglaunafólksins á Íslandi, Ragnar Þór Ingólfsson, sem ekki aðeins leggur stóra fúlgu í fjármálafyrirtæki sem minnir ekki lítið á sambærileg fyrirbæri fyrir Hrun, heldur reynir hann að slá sig til riddara með því að þykjast ætla að taka peningana VR út úr bankanum vegna leigubrasks hans.
Að sjálfsögðu rann hann á rassinn með það, væntanlega vegna þess að Ármann þóttist ekki hafa tekið yfir Gamma eða Almenna leigufélagið - ennþá.

Samt er það svo að þau félagasamtök sem áður nutu styrks hjá Gamma eru núna styrkt af Kviku. Skáksambandið er eitt dæmið, kannski er Hið íslenska bókmentnafélag annað.

Já siðferðið er á háu stig í þessu blessaða samfélagi okkar, ekki síst hjá þeim sem þykjast vera betri en aðrir.

Það þyrfti að athuga með þessi verkalýðsfélög og peningana sem þau eiga.


mbl.is Fundurinn upplýsandi fyrir báða aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 21
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 376
  • Frá upphafi: 459300

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 332
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband