4.4.2019 | 14:32
Misnotkun á hlutabréfaforminu?
Þessar fréttir um að Skúli og félagar séu að reyna að stofna nýtt flugfélag, eru í raun ótrúlegar miðað við hvað áður hefur gengið á. Þeir sækjast eftir 4,8 milljarða króna framlagi hjá útlenskum fjárfestum, sem yrði þá 49% hlutafjár. Sjálfur ætla þeir að eiga 51%, sem þýðir væntanlega að þeir hafi komið um fimm milljörðum króna undan gjaldþroti Wow air!
Nýlega kom fram að ríkisstjórnin ætlaði að stemma stigu við kennitöluflakki og misnotkun á hlutabréfaforminu, auk þess að herða hæfniskröfur á stjórnarmenn og stjóra slíkra félaga. Einnig að banna stjórnendum að koma að atvinnurekstri ef þeir hafa brotið skattalöggjöfina.
Í ljósi þess að Wow hefur ekki birt ársreikninga, og ekki borgað framlag sitt í lífeyrissjóði síðan í nóvember og fram að gjaldþroti, er spurning hvort að þetta síðastnefnda gildi ekki einnig um forstjórann, Skúla Mogensen, og félaga hans.
Hitt á nær örugglega við um þá, ekki síst misnotkunin á hlutabréfaforminu.
Þetta eru að vísu aðeins drög að frumvarpi sem ekki er orðið að lögum og svo sem spurning hvort það verði einhvern tímann.
Það er einnig spurning hvort að kennitöluflakkið eigi ekki einnig við um Skúla og félaga. Það er skilgreint þannig að "viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast undan einhverjum eða öllum lagalegum skuldbindingum félagsins."
Einnig segir um kennitöluflakk á síðari stigum að félag sem eigi í greiðsluerfiðleikum er rekið í gjaldþrot og nýtt félag stofnað. Eignir (og þar með lausafé) séu færð að hluta (eða að öllu leyti) í nýja félagið án endurgjalds.
Samtök atvinnulífsins og ASÍ lögðu sameiginlega fram eftirfarandi tillögur við frumvarpsdrögin:
1) Atvinnurekstrarbannsheimild
2) Lífeyrissjóðsiðgjöld verði betur vernduð
3) Nefnd skipuð um hvernig megi styrkja stöðu kröfuhafa
4) Heimild ráðherra til að slíta félögum skv. 107. gr. hlutafélagalaga færð yfir til ríkisskattstjóra
5) Ríkisskattstjóri fái upplýsingar um refsidóma í tengslum við atvinnurekstur
6) Opinberir aðilar marki sér heildstæða stefnu um aðkomu að þrotabúum félaga
7) Hæfisskilyrði hlutafélagalaga nái til skuggastjórnanda
8) Fræðsla
9) Bætt gæði skiptastjóra
---
Hvað lífeyrissjóðsiðgjöldin varðar, sem Wow komst upp með að borga ekki í fimm mánuði, taka samtökin fram að brot á skilum iðngjalda verði túlkuð sem skattalagabrot. Þannig nái atvinnurekstrarbannið einnig yfir slík brot.
Samkvæmt þessu ætti ekki að veita flugfélögum flugrekstrarleyfi hér á landi, sem Skúli og aðrir stjórnarmenn Wow Air koma að á einhvern hátt.
Atvinnurekstrarbann er sanngirnismál fyrir alla þá sem hafa beðið tjón af viðskiptum sínum við Wow, ekki síst ríkissjóð sem þarf að borga fólki stórfé sem missa tekjur vegna gjaldþrotsins. Það er því sanngirnis- og réttlætismál fyrir alla skattgreiðendur og þar með allan almenning að Skúli og félagar fái ekki að koma að atvinnurekstri í næstu framtíð - og reyndar aldrei aftur þar sem einbeittur brotavilji virðist liggja að baki hugmyndum þeirra um nýtt flugfélag.
Hyggst endurvekja rekstur WOW air | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 459935
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 189
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.