Hvað, urðu þeir ekki gjaldþrota?

Í ljósi þess að rétt vika er síðan að Wow air varð gjaldþrota og Skúli Mogensen lýsti því yfir að hann hafi tapað öllu sínu við gjaldþrotið, má spyrja sig hvaðan þessir peningar koma. Í Markaði Fréttablaðsins í fyrradag kemur nefnilega fram að þessir aðilar eigi um fimm milljarða króna og vanti nú um 4,8 milljarða til að geta stofnað nýtt gróðavænlegt flugfélag. 

Spurningin er auðvitað hvaðan þessi fimm milljarðir koma, sem Skúli og lykilstjórnendur hins fallna félags eiga skyndilega?
Þeir aðilar sem keyptu skuldabréf í útboðinu í september hljóta að spyrja sig að þessu, enda eru þeir að íhuga að stefna Skúla og co vegna útboðsins og reyna að komast að því hvert þeir fjóru milljarðarnir, sem söfnuðust þá, hafi farið. 

Reyndar er þessi frétt öll hin kostulegasta og þáttur fjölmiðla í þessum tragi-kómíska farsa átakanlegur. Skúli og félagar senda kynningarbréf til fjölmiðla um þetta fyrirhugaða flugfélag og það lesið samviskusamlega upp í öllum fréttatímum. Engar athugasemdir, engin umfjöllun um lög- eða siðleysið sem í þessum fyrirætlunum felst, engar gagnrýnar raddir heyrast.

Eftir sitja skuldabréfaeigendur, lánadrottnar, atvinnulaust starfsfólk, lífeyrissjóðir og ríkið eftir með óbragð í munni og þurfa að hlusta á .essar fyrirætlanir og svona fréttaflutning - og hljóta að spyrja sig. Er þetta samfélag sem við búum í algjörlega siðlaust og jafnvel einnig gjörsamlega löglaust? 

Og svo er það fréttin um að skiptastjórinn eigi fund með hluta af þessu liði um að kaupa aftur eitthvað af eignum þrotabúsins!!!
Ekki nema von að einn stærsti kröfuhafinn vilji skiptastjórann í burtu:
http://www.ruv.is/frett/vilja-ekki-svein-andra-sem-skiptastjora-wow

 


mbl.is Vilja kaupa eignir úr búi WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband