Pólitíkusarnir og sannleikurinn

Athyglisverð þessi orð íhaldsráðherrans breska um að Assange hafi falið sig fyrir "sannleikanum" árum saman. Pólitíkusarnir fara frjálslega með "sannleikann" eins og venjulega ekki síst þeir til hægri og þeir borgaralegu. Almenningur og almenn mannréttindi eru hvergi óhult fyrir þessum svokallaða "sannleika" þeirra.

Gott dæmi um þetta hér á landi er umræðan um þriðja orkupakkann. Þar er sannleikshugtakið mikið notað og sýnist sitt hverjum um þann "sannleika". Engin hætta á að Íslendingar afsali sér valdi yfir auðlindunum með því að samþykkja hann, heitir það.
Samt hefur ítrekað komið fram að með samþykktinni er Ísland algjörlega undir hælnum á ESB með lagningu sæstrengs eða ekki. Það mun þýða stórhækkun á rafmagnsverði til almennings ef af honum verður.

Samþykki Alþingis þarf til segir forrætisráðherra, sem er eflaust rétt hjá henni. En í ljósi þess hvernig ESB hagar sér, mun það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð ef slíkt yrði ekki samþykkt (harðar refsiaðgerðir fyrir brot á orkupakkanum).

Já, pólitíkusum er og verður aldrei treystandi. Hagsmunir almennings víkja alltaf fyrir hagsmunum kapitalsins.

 


mbl.is Búið að handtaka Assange
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 79
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 458125

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband