16.9.2019 | 07:25
Mogginn sér um sína
Nú er rógherferðin hafin, sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri talaði um, en hún beininst auðvitað ekki að honum heldur að þeim sem hafa eitthvað við embættisstörf Haraldar að athuga.
Svo sem ekkert skrýtið að Mogginn taki þennan pól í hæðina. Haraldur er jú sonur Matthíasar Jóhannessen ritstjóra Morgunblaðsins til fjölda ára og alnafni (og frændi?) núverandi ritstjóra Moggans.
Það er athyglisvert að lesa um ráðningarferil Haraldar allt þar til hann settist í stól ríkislögreglustjóra. Hann átti greiða leið innan kerfisis enda sjálfstæðisflokkur við völd mestallan metorðaklifurstiga Haraldar. Eftir að hann fékk núverandi embætti var staðan ekki auglýst sem átti þó að gera á fimm ára fresti.
Það síðastnefnda virðist reyndar vera orðin venja innan lögreglunnar. Annað gott dæmi er leið núverandi lögreglustjóra í Reykjavík í embætti, en hún var skipuð án auglýsingar og auðvitað af sjálfstæðismanni í stöðu dómsmálaráðherra.
Síðan hafa verið talsvert um embættisráðningar innan þessara tveggja stofnana og yfirleitt án auglýsinga. Hafa þau mál komið inn á borð umboðsmanns alþingis sem sendi nýlega bréf til dómsmálaráðuneytisins vegna þeirra.
Varla kemur nokkuð út úr því þar sem allir vita hvaða flokki dómsmálaráðherrar þessarar ríkisstjórnar tilheyra.
Í staðinn er blásið til rógsherferðar til verndar sínum manni. Já, hún kemur úr öfugri átt!
Arinbjörn brotlegur í starfi sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 29
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 459838
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 185
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.