25.2.2020 | 17:22
Er þetta aðalfréttin?
Samanber fyrirsögnina. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra sýnir sitt rétta andlit (og Sjálfstæðisflokksins?) með því að verja Ísraelsríki, sem er eitt svæsnasta ríki heims í mannréttindabrotum og hefur komist upp með það svo áratugum skiptir. Þetta þrátt fyrir að Ísland hefur tekið eindregna afstöðu gegn ólöglegu hernámi Ísraels á palestínsku landi, nokkuð semn allsherjarþing SÞ hefur ítrekað ályktað gegn - og mannréttindaráð þess aðeins að fylgja þeim ályktunum eftir.
Með þessum ummælum er utanríkisráðherrann í raun að lýsa yfir stuðningi við apartheitstefnu stjórnvalda í Ísrael og gengur þar skrefi lengra en lengi hefur tíðkast hjá íslenskum stjórnvöldum. Skrítið að mælirinn sé ekki enn að fyllast hjá stjórnarsamstafsflokknum VG.
Og svo þetta með Venesúela, eins og það land sé versta dæmið um mannréttindabrot þjóða heims! Ljóst er að þessi utanríkisráðherra okkar gengur erinda Bandaríkjamanna í einu og öllu, sama hversu falskur hann er og reynir að hylma yfir þá staðreynd.
Er ekki kominn tími til að losa okkur við þessa ráðherraómynd? Þetta er Trumpisti af verstu gerð.
Óásættanlegt að samkynhneigð sé glæpur í 70 aðildarríkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 179
- Frá upphafi: 459732
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.