13.3.2020 | 08:34
Fjármunir fluttir frá almenningi til þeirra ríku
Yfirlýsing frá Sósíalistaflokknum:
Framkvæmdastjórn, félagastjórn og málefnastjórn Sósíalistaflokksins Íslands krefjast þess að ríkisstjórn og Alþingi grípi strax til aðgerða til að fyrirbyggja að sagan frá 2008 endurtaki sig, þegar almenningur tók á sig öll áföll vegna þeirra manngerðu hörmunga sem þá gengu yfir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf.
Þau auðvaldsöfl sem standa að baki ríkisstjórninni vilja nota yfirstandandi og fyrirsjáanleg áföll til að flytja fé, eignir og vald frá almenningi til hinna fáu ríku og valdamiklu, fella niður skatta á fyrirtæki og fjármagn, renna ríkisábyrgð undir skuldir einkafyrirtækja, styðja stærri fyrirtæki til að hirða upp þau minni og ýta með öðrum hætti undir samþjöppun valds og auðs.
Sósíalistaflokkur Íslands hafnar slíkum aðgerðum og krefst þess að Alþingi, og sú ríkisstjórn sem það hefur myndað, vinni fyrst og síðast út frá hagsmunum almennings, sem veitir þinginu umboð sitt.
Frumvarp sem mun gagnast Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 458041
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.